Auglýsum eftir æskulýðsfulltrúa

Seltjarnarneskirkja - Æskulýðsfulltrúi

barnalok08Á Seltjarnarnesi búa um 4.500 manns og þar er Seltjarnarneskirkja. Blómlegt og fjölbreytt safnaðarstarf er í kirkjunni.  Til viðbótar við reglulegar guðsþjónustur er boðið uppá fræðslumorgna, fermingarfræðslu, kyrrðarstundir, starf með öldruðum, foreldramorgna og barna- og æskulýðsstarf. Annað hvert ár er haldin metnaðarfull Listahátíð á vegum kirkjunnar.

Seltjarnarneskirkja óskar eftir heiðarlegum og góðum einstaklingi í starf æskulýðsfulltrúa. Æskulýðsfulltrúi ber ábyrgð gagnvart sóknarpresti og sóknarnefnd á æskulýðsstarfi kirkjunnar. Áætlað starfshlutfall er í kringum 30%.

Helstu verkefni

  • Umsjón og skipulag með barna- og æskulýðsstarfi
  • Utanumhald um foreldramorgna
  • Umsjón með sunnudagaskóla

Menntun og hæfniskröfur

  • Haldgóð reynsla úr kristilegu æskulýðsstarfi
  • Reynsla og hæfni úr starfi með börnum og unglingum
  • Djákna- eða guðfræðimenntun er kostur
  • Frumkvæði og samskiptahæfni
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní n.k. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2018.

Frekari upplýsingar veitir sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur í síma 561-1550 eða 899-6979.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf og sendist á:

Sóknarprest:                          This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Formann sóknarnefndar:     This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

.