Grannaguðsþjónusta og listahátíð 22. apríl

Grannaguðsþjónustan hófs kl. 11 með þátttöku íbúa á Melabraut, Miðbraut, Vallarbraut, Valhúsabraut og Unnarbraut. Ritningarlestra lásu þær Sigríður Sigmarsdóttir er býr á Miðbraut og Elísabet Jónsdóttir er býr á Vallarbraut. Jón Jónsson er býr á Melabraut flutti hugleiðingu.
Sóknarprestur og Bjarni Þór Jónatansson, organisti þjónuðu ásamt félögum í Kammerkór kirkjunnar. Glæsilegt kaffihlaðborð var eftir guðsþjónustu í boði íbúa fyrrnefndra gatna. Við þökkum fyrir það.

Kl. 17 hófst dagskrá á listahátíð í kirkjunni. Sr. Hjálmar Jónsson flutti erindi um Biblíuna og stjórnmálin. Sólveig Pálsdóttir, leikkona, las kvæði eftir Grím Thomsen og Hannes Hafstein. Agnes Amalía Kristjónsdóttir, sópran og Jóhanna Héðinsdóttir, messósópran sungu trúarlög lög við undirleik Renötu Ivan. Ólafur Egilsson stjórnaði samkomunni.