Setning listahátíðar Seltjarnarneskirkju

Setning listahátíðar Seltjarnarneskirkju fór fram laugardaginn 14. apríl að viðstöddu fjölmenni. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, flutti erindið ,,Biblían og menningin.” Tónlist var í höndum þeirra Friðriks Vignis Stefánssonar, organista, Guðrúnar Helgu Stefánsdóttur, sópransöngkonu og Fannýjar K. Tryggvadóttur, þverflautuleikara. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur flutti erindi um Karólínu Lárusdóttur og myndlist hennar, en Karólína er myndlistarmaður listahátíðar. Hún hefur málað 12 vatnslitamyndir sem sýna atburði úr líf Jesú. Þessar myndir prýða Seltjarnarneskirkju og verða til sýnis fram til 28. apríl, er listahátíðinni lýkur.

Dagskrá listahátíðarinnar og flytjendur.