Norðurkjallari Seltjarnarneskirkju málaður

Þeir Jón Jónsson, Stefán Olgeirsson og Gunnar Gunnarsson, sem allir eru félagar í karlaklúbbnum er hittist tvisvar í viku í kirkjunni, hafa látið hendur standa fram úr ermum að undanförnu. Þeir hafa tekið sig til og málað norðurkjallara kirkjunnar. Við þökkum fyrir framlag þeirra sem við metum mikils. 29. apríl næstkomandi verða gömlu dansarnir í þessum nýmáluðu og huggulegu húsakynnum eftir messu.