Guðni Ágústsson ræðumaður á þorragleði

Hin árlega þorragleði fyrir eldri borgara var haldin 7. febrúar í Seltjarnarneskirkju. Rúmlega 70 manns tóku þátt í gleðinnni er hófst kl. 11 þar sem sóknarprestur stýrði helgistund og organisti lék undirsálmasöng. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra flutti svo hátíðarræðu í kirkjunni og sló í gegn eins og hans er von og vísa.

Skömmu fyrir hádegi fóru allir viðstaddir yfir í safnaðarheimilið þar sem boðið var upp á ilmandi þorramat sem smakkaðist afar vel. Kirkjuverðirnir, þær Svava og Sigríður töfruðu fram þennan frábæra mat af sinni alkunnu snilld.

Organisti mætti svo með nikkuna og tók fólk undir vel þekkt lög eins og Þorraþræl, Fyrr var oft í koti kátt og fleiri lög.