Samkirkjuleg guðsþjónusta 22. janúar í Seltjarnarneskirkju

Samkirkjuleg guðsþjónusta í tilefni af alþjóðlegri bænaviku fyrir einingu
kristninnar var haldin í Seltjarnarneskirkju 22. janúar sl.

Prédikunflutti sr. Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháða söfnuðinum. Sr. Arnþrúður Steinunn Björnsdóttir þjónaði ásamt sóknarpresti kirkjunnar. Ritningarlestra og bænir fluttu fulltrúar, Hvítasunnukirkjunnar, Aðventkirkjunnar, Vegarins, Kaþólsku kirkjunnar og Íslensku Kristskirkjunnar. Hljómsveitin Café Amen spilaði og söng ásamt félögum úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju. Organisti var Friðrik Vignir Stefánsson.
Guðsþjónustunni var útvarpað.