Græn messa og verðlaunaafhending

duftker
Árrisulir Seltirningar og aðrir góðir gestir nutu morgunsins í Seltjarnarneskirkju, sunnudaginn 27. nóvember. Seltjarnarneskirkja er nú græn kirkja og var yfirlýsing því til staðfestingar undirrituð að viðstöddum kirkjugestum.
duftkermessaAlþjóðlegt ár skóga 2011 var fyrirferðarmikið í ljóðum og hugvekju athafnarinnar og einnig voru afhentar viðurkenningar og verðlaun í samkeppninni “Af jörðu”. Samkeppnin snérist um tillögur að duftkerjum úr íslenskum við og dómnefnd átti úr vöndu að ráða því 28 tillögur bárust. Duftkerin eru öll til sýnis í Seltjarnarneskirkju fram til 11. desember og veltu kirkjugestir fyrir sér listaverkunum. Kór MR söng við athöfnina, sunnudagaskólabörnin einnig og kveikt var á fyrsta aðventukertinu, spádómskertinu.