Myndir frá 23. febrúar

 

Dr. Þór Whitehead á fræðslumorgni 23. febrúar

Hátt í sjötíu manns sóttu fyrirlestur dr. Þórs Whitehead á fræðslumorgni 23. febrúar síðastliðinn. Dr. Þór sagði frá Seltjarnarnesi í stríði og friði og sýndi fjölmargar myndir frá tímum síðari heimstyrjaldarinnar hér á Nesinu. Var fyrirlestur hans afar fróðlegur. Við þökkum honum kærlega fyrir fræðsluna.

Kvenfélagið Seltjörn tók þátt í guðsþjónustu Konudagsins 23. febrúar

Kvenfélagið Seltjörn tók þátt í guðsþjónustu Konudagsins í 24. sinn. Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur flutti hugleiðingu. Kvenfélagskonur lásu ritningarlestra og bænir. Sunnudagaskólinn var á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar.  Allir sálmar sunnudagsins voru eftir konur. Sóknarprestur þjónaði. Organisti var Kjartan Sigurjónsson. Félagar úr Kammerkórnum leiddu almennan safnaðarsöng. Kvenfélagskonur sáu um glæsilegar veitingar að athöfn lokinni.