Sunnudagaskólinn 22. mars

Velkomin í sunnudagaskólann

asni 28samveraNæstu sunnudaga ætlum við í sunnudagaskólanum að setja inn efni hér á heimasíðu Seltjarnarneskirkju. Vonandi verður þetta fjölbreytt og skemmtilegt.

Í dag getið þið náð í mynd dagsins, prentað út til að lita og hér er slóð á Biblíusögur og annað skemmtilegt efni fyrir krakka sem Biskupsstofa bíður uppá á YouTube.

Hér fyrir neðan er saga dagsins, Innreið Jesú í Jersúsalem.

 

Samvera 28 

Innreið Jesú í Jerúsalem

22mars nr28

Þau stóðu öll í hóp og biðu. Sum börn og foreldrar höfðu tekið með sér pálmagreinar, aðrir veifuðu sjölum og slæðum. Allir vildu sjá konunginn. En konungurinn kom ekki. Söngurinn þagnaði. Börnin og foreldrarnir létu pálmagreinarnar falla á jörðina. Þarna kom asni töltandi. Það var eins og asninn hikaði og vildi snúa við, en maðurinn sem sat á asnanum beindi honum áfram, inn í bæinn. Og asninn gerði eins og maðurinn vildi. Enginn sagði neitt. Asninn tölti svo hægt að þau hefðu getað snert hann ef þau vildu. Eftir hverju höfðu þau eiginlega verið að bíða? Kannski konungi með sverð í hendi?
Lítill strákur stóð við hliðina á pabba sínum. Hann sagði varlega með bjartri röddu: – Hósanna! Pabbinn sussaði á hann en maðurinn á asnanum brosti til stráksins og strákurinn brosti á móti. Hann sagði orðið aftur. Og tveir félagar hans tóku undir. – Hósanna! sögðu þeir. Þeir réttu upp hendurnar og veifuðu og strákurinn sem sagði hósanna fyrstur varð spenntur og veifaði pálmagreininni sinni meðan hann hrópaði: – Hósanna! Pabbi stráksins sussaði aftur en ein konan sagði þá: – Kannski er eitthvað merkilegt við það að hann skuli hafa komið ríðandi á asna.
Og maður nokkur hinum megin við veginn þurfti að kalla, af því að nú var fullt af fólki að hrópa hósanna. – Hann er ekki eins og við bjuggumst við, en hann kom! Nú tóku allir undir og fylgdu honum eftir þar sem hann reið á asnanum. Mannfjöldinn var eins og löng lest sem fór í gegnum Jerúsalem. – Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kom.
Þetta var Jesús. Jesús sem Guð gaf okkur, því Guð elskar okkur svo óendanlega mikið, eins og við erum.