Sunnudagaskólinn 5. apríl

Velkomin í sunnudagaskólann

asni 28samveraÍ dag ætlar Mýsla og Gulla að spjalla um páskana. Þórdís ætlar að lesa Sögu dagsins . Hér svo mynd dagsins, sem þið getið náð í prentað út til að litað og svo horft á frábæran Sunnudagaskóla sem Biskupsstofa bíður uppá á YouTube.

Hér fyrir neðan er saga dagsins, Upprisudagurinn.

 

Samvera 30

Upprisudagurinn

22mars nr28

Jesús átti marga vini. Margir voru sorgmæddir þegar hann dó. Vinir hans söknuðu hans. Einn vinur hans fékk leyfi til að sækja líkama Jesú eftir að hann var tekinn af krossinum. Vinurinn bjó um líkama hans og setti hann í gröf sem var inni í helli. Síðan var stórum steini velt fyrir gröfina. Óvinir Jesú voru hræddir. Þeir vissu að Jesús var máttugur, sonur Guðs. Þess vegna voru hermenn fengnir til að passa gröfina.

Snemma á sunnudagsmorgni varð mikill jarðskjálfti og engill Guðs kom og velti steininum frá gröfinni. Hermennirnir höfðu aldrei upplifað annað eins. Þeir voru dauðhræddir og það leið yfir þá. Þegar þeir vöknuðu úr yfirliðinu hlupu þeir í burtu.

Þrjár vinkonur Jesú voru á leið að gröfinni til að smyrja líkama Jesú með olíu. Þær vildu sýna látnum vini sínum kærleika og virðingu. En þær höfðu áhyggjur af því hvernig þær kæmust inn í gröfina til Jesú. Steinninn sem var fyrir hellisopinu var of stór til að þær gætu velt honum frá. En þær þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Engill hafði velt steininum frá. Konurnar voru glaðar þegar þær sáu að gröfin var opin, en þegar þær litu inn í hana sáu þær að Jesús var ekki þar. Þær urðu leiðar. Hvar var hann?

Engillinn kom til þeirra og sagði þeim fréttir.

– Jesús er ekki hér. Hann er upprisinn. Hann lifir.

Þetta voru miklar gleðifréttir. Jesús hafði sigrað dauðann. Þær flýttu sér heim og sögðu lærisveinum, vinkonum og vinum Jesú, þessar góðu fréttir.