FARSÆLD Í FJÖRUTÍU ÁR

Listahátíð Seltjarnarneskirkju 2014

"Þessi fjörutíu ár hefur Drottinn Guð þinn verið með þér..." (5Mós 2.7)
Fagnað 40 ára afmæli bæjarins og safnaðarins á Seltjarnarnesi.
  • 27. sept. laugardagur kl. 16 Setningarathöfn listahátíðar.
  • 28. sept. sunnudagur kl. 16 Tónleikar Gunnars Kvaran og Selmu Guðmundsdóttur.
  • 1. okt. miðvikudag kl. 20 Sýning á kvikmynd Erlendar Sveinssonar: Málarinn og sálmurinn hans um litinn.
  • 2. okt. fimmtudag kl. 20 Jazzkvöld – Miles Davis minningartónleikar.
  • 4. okt. laugardagur kl. 16 Hallgrímur Pétursson – barnið og maðurinn.
  • 5. okt. sunnudagur kl. 16 Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur.  

Listahátíð Seltjarnarneskirkju 2014

FARSÆLD Í FJÖRUTÍU ÁR

"Þessi fjörutíu ár hefur Drottinn Guð þinn verið með þér..." (5Mós 2.7)

- Fagnað 40 ára afmæli bæjarins og safnaðarins á Seltjarnarnesi

 

27. sept. laugardagur kl. 16

Setningarathöfn listahátíðar

 

1--Ávarp formanns listahátíðarnefndar dr. Gunnlaugs A. Jónssonar,

40 ára afmæli Seltjarnarnessóknar.


2--Tónlist - Ari Bragi Kárason trompet, Friðrik Vignir Stefánsson orgel
og Eygló Rúnarsdóttir messósópran:
(a) Bibo non Aozora eftir Ryuichi Sakamoto
(b) Aría úr Kantötu bwv. 30 eftir J.S.Bach: Kommt, ihr angefocht´nen Sunder.


3--Erindi - Erlendur Sveinsson, Trúarleg stef í myndlist Sveins Björnssonar.


4--Tónlist - Eygló Rúnarsdóttir messósópran, Friðrik Vignir Stefánsson orgel
og Ari Bragi Kárason trompet:
(c) Ave María eftir Giulio Caccini
(d) Heyr himna smiður eftir Kolbein Tumason og Þorkel Sigurbjörnsson


-- Opnuð myndlistarsýning

á 17 trúarlegum verkum Sveins Björnssonar listmálara.

 Sýningarskrá

-- Léttar veitingar í safnaðarheimilinu.

 

 

28. sept. sunnudagur kl. 16

T ó n l e i k a r

Gunnars Kvaran, selló, og Selmu Guðmundsdóttur, píanó.

- E f n i s s k r á -

F. Couperin: „Pieces en Concert“

Hafliði Hallgrímsson: Tvær útsetningar á íslensku þjóðlögum:

1.Grátandi kem ég.....

2. Kindur jarma í kofunum

R. Schumann: Fantasiestücke op. 73

- H l é -

L. Boccherini: Rondo

G. Fauré: Elegie

Árni Thorsteinsson: Nótt

L. Boccherini: Menuetto

C. Saint-Saens: Svanurinn

S. Rachmaninoff: Vocalise

W.H. Squire: Tarantella

             

 

             - Tvö kvöld í miðri viku -

                      

   1. okt. miðvikudag kl. 20 - í kjallarasal Seltjarnarneskirkju.

Sýning á kvikmynd Erlendar Sveinssonar: Málarinn og sálmurinn hans um litinn.

   

   2. okt. fimmtudag kl. 20- JazzkvöldMiles Davis minningartónleikar.  Ari     Bragi Kárason trompetleikari & bæjarlistamaður og Þorvaldur Þór     Þorvaldsson trommu-leikari, ásamt félögum rifja upp feril þessa einstæða     jazzlistamanns.


 

                                       4. okt. laugardagur kl. 16

Hallgrímur Pétursson – barnið og maðurinn

Tónlist frá 17. öld: Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran og Friðrik V. Stefánsson orgel:

Reisusálmur Hallgríms Péturssonar: Ég byrja reisu mín - ísl.þjóðl/Hallgrímur Pétursson
Ölerindi: Nú er ég glaður á góðri stund - vísnalag úr Mýrasýslu/Hallgrímur Pétursson


Erindi: Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur : Hallgrímur Hólastrákur.

 

Tónlist: Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran og Friðrik Vignir Stefánsson orgel:

Passíusálmur: Upp, upp mín sál, og allt mitt geð - ísl.sálmalag/Hallgrímur Pétursson
44. Passíusálmur:  Vertu, Guð faðir, faðir minn - ísl.sálmalag/Hallgrímur Pétursson

Erindi: Einar Sigurbjörnsson prófessor emerítus:

Upp, upp mín sál - Presturinn og sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson.

       Að síðara erindinu loknu verða léttar veitingar og viðstöddum gefst kostur á að skoða myndlistarsýningu listahátíðarinnar á verkum Sveins Björnssonar m.a. tengdum Passíusálmunum.

 

 

5. okt. sunnudagur kl. 16

Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur 

           Flutt verður frægt verk, Oktett D803 (op. posth. 166) fyrir tréblásara og strengi, sem Franz Schubert (1797-1828) samdi árið 1824. Verkið er fullt af gáska og músíkölsku fjöri en um leið eru tær og lagræn einkenni tónskáldsins hvergi fjarri, ekki síst í himneskum adagio-kaflanum. Oktettinn telst til merkustu kammerverka tónlistarsögunnar og tekur um klukkustund í flutningi.

Kammersveitin fagnar einnig 40 ára afmæli sínu á þessu ári og heimsækir af því tilefni bæði Seltjarnarnes og Grindavík sem halda upp á afmæli kaupstaðarréttinda sinna.

           Oktett Kammersveitar Reykjavíkur skipa Arngunnur Árnadóttir, klarínett, Rúnar H. Vilbergsson, fagott, Joseph Ognibene, horn, Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Sigurgeir Agnarsson, selló og Richard Korn, kontrabassi.

            Að tónleikunum loknum verða léttar veitingar og gefst tónleikagestum um leið kostur á að skoða málverkasýningu hátíðarinnar í kirkjunni.

       (Hátíðin mun standa yfir dagana 27. sept. til 5. okt. en málverkasýningin út októbermánuð).