Sunnudagurinn 12. nóvember

kirkja haust

"Fræðslumorgunn" kl. 13

(athugið breyttan tíma að þessu sinni)
Jórsalaför í máli og myndum.
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, talar.
 

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.

Leiðtogar í sunnudagaskólanum ásamt sóknarpresti og organista kirkjunnar sjá um stundina.
Kaffisala fermingarbarna hefst eftir athöfnina og stendur til kl. 17.
Skúffukaka með þeyttum rjóma og kaffi á kr. 400 fyrir fullorðna, en kr. 200 fyrir börn.
Hver einasta króna sem safnast rennur til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar.