Persónulegar bænir

Persónulegar bænir fyrir alla sem komast ekki í kirkju vegna COVID-19

 
Drottinn Guð, þú sagðir forðum við lærisveina þína: ,,Ég er með yður alla daga.“ 
Vertu með mér í dag og heyr bænir mínar fyrir sjálfum/sjálfri mér og öðru fólki. Vaktu yfir mér. Amen
Kristur,  vertu með mér, Kristur í mér.
Kristur,  fyrir aftan mig, Kristur,  fyrir framan mig.
Kristur,  við hlið mér, Kristur,  sigurvegari minn.
Kristur, huggari minn og sá sem endurreisir mig.
Kristur, fyrir neðan mig, Kristur, fyrir ofan mig.
Kristur, á hljóðri stund, Kristur á hættustund. 
Kristur, í hjörtum allra þeirra sem elska mig.
Kristur, í tali vina og ókunnugra. 
(Frá heilögum Patreki)
Ég tilbið þig með lífi mínu og veru. 
Ég hlýði þér í einu og öllu.
Ég lofa þig af lífi og sál. 
Ég heiðra þig með orðum mínum.
Ég elska þig af öllu hjarta. 
Ég tigna þig af kærleika.
Ég færi þér líkama minn og sál. 
Lof sé þér Faðir.
Lof sé þér Sonur.
Lof sé þér Heilagur andi.
Lof sé þér Heilaga þrenning. 
(Frá Alexander Carmichel)
Drottinn Jesús Kristur, 
Sonur hins lifanda Guðs,
vertu mér, syndugum/syndugri, miskunnsamur. 
Drottinn, verndari allra sem treysta þér,
án þín er hvorki til styrkleiki né heilagleiki.
Margfalda þú og auk meðal okkar miskunn þína, 
að við missum ekki sjónar á miðinu, á eilífðarmarkinu, 
fyrir Jesú Krist, Drottin okkar. Amen.
Vertu með okkur, Drottinn, í öllum bænum okkar,
Og leiddu okkur að frelsun þinni í þessu lífi. 
Mættum við, Drottinn, njóta verndar þinnar og aðstoðar, 
fyrir Jesú Krist, Drottin okkar. Amen.
Náðarríki og heilagi Faðir,
gefðu okkur náð til að skynja þig,
að leita þín, þolinmæði til að bíða eftir þér,
augu til að sjá þig, hjarta til að tigna þig og 
líf til að boða þig, 
fyrir kraft anda Jesú Krists. Amen.  
(Heilagur Benedikt)