Sjómannadagurinn 5. júní

Guðsþjónusta kl. 11

sjomannadagurinnSóknarprestur þjónar.

Ólafur Valur Sigurðsson, fyrrverandi skipherra, segir sögu af sjónum.

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.

Lag eftir Dýra Guðmundsson frumflutt við ljóð Gísla frá Uppsölum.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Veitingar eftir athöfn í anda sjómannadagsins.

Við skulum fjölmenna í kirkjuna á þessum mikla hátíðisdegi, eiga samfélag og samgleðjast sjómönnum landsins.

Sunnudagurinn 29. maí

Guðsþjónusta með þátttöku Borgfirðinga kl.11

kirkjaausturGleðigjafarnir, Kór eldri borgara í Borgarnesi, syngur, undir stjórn Zuszanna Budai. Sóknarprestur þjónar í athöfninni. Organisti kirkjunnar
leikur á orgelið. Kaffiveitingar að borgfirskum hætti eftir guðsþjónustu.

Sjáumst á sunnudginn og eigum saman samfélag í góðum félagsskap!

Sunnudagurinn 22. maí

Gæludýramessa í Seltjarnarneskirkju kl. 11

Pet blessing 0

Í messunni verður viðhöfð sérstök gæludýrablessun að erlendri fyrirmynd. Gæludýrin eru vinir okkar og eiga svo sannarlega skilið að fá blessun líkt og við mannfólkið.

Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur,  þjónar í þessari athöfn.

Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Við syngjum meðal annars lög um dýrin okkar.

Eftir athöfn verður boðið upp á veitingar fyrir menn og málleysingja.

Allir eru hjartanlega velkomnir að koma með eða án gæludýra!


Sálmur eftir sr. Kristján Val frumfluttur

 kristjan valur ingolfssonNýr sálmur eftir sr. Kristján Val Ingólfsson, vígslubiskup, verður frumfluttur í ,,gæludýramessunni" í Seltjarnarnarneskirkju kl. 11. Þetta er sálmurinn Allt hið fagra foldarskart sem sr. Kristján Valur hefur samið upp úr hinum þekkta enska sálmi ,,All things bright and beautiful"

Allir eru hjartanlega velkomnir til að hlýða á frumflutning þessa sálms.