6. maí

Alltof, alltof margir vanrækja að verma sig við orð Jesú,
alltof margir vanrækja að sækja hita og hlýju inn í líf sitt úr frásögn lærisveinanna um sjálfan meistarann, alltof margir hirða ekkert um að bera sól og sumar inn í líf sitt, sól og sumar fyrir anda sinn; en hvergi finnur sála vor, köld og veðurbarin, eins vermandi sólargeisla og í orðum Jesú. (Har. Níelsson)
(Heimild: Það er yfir oss vakað)