4. maí

Guð verður líka að eiga rúm í hjarta mínu.
Og það, að hugsa um Guð og biðja til Guðs skal vera einn liðurinn í daglegu lífi mínu. Hversu marga vini sem ég á og hversu yndislegt sem það er að hitta þá, þá er þó Guð besti vinur minn, sá Guð, sem Jesús Kristur hefur opinberað oss. Honum má ég ekki gleyma. Lífið í samfélaginu við hann er mesta gæfa lífs míns
(Har. Níelsson)