10. apríl

Þessi heimur er eins og stórt haf sem  margir sökkva og drukkna í,
en selir geta lifað lengi í hafdjúpunum ef þeir koma upp á yfirborðið öðru hverju og draga að sér nægilegt magn af súrefni sem þeir taka með sér niður í djúpin. Á sama hátt varðveita þeir líf og heilsu í veraldarólgunni sem koma upp að yfirborði lífshafsins og draga að sér endurnærandi loft heilags anda með bæn og einveru. (S.S. Singh)

(Heimild: Við fótskör meistarans)