6. apríl

Ég og faðirinn og hinn heilagi andi erum eitt, líkt og að í sólinni eru hiti og ljós, þótt ljósið sé ekki hiti og hitinn ekki ljós,
heldur séu þau bæði eitt – en utan sólarinnar birtast þau í tveimur ólíkum myndum. Með svipuðum hætti gefum ég og hinn heilagi andi veröldinni ljós og hlýju frá föðurnum. Skírn andans er eldur sem brennir burt hvers konar synd og illsku úr hjörtum hinna trúuðu og býr þá undir himininn með því að hreinsa þá og helga. Ég sem  er hið sanna ljós (Jóh. 1.9; 8.12) dreg syndara upp úr hyldýpi myrkursins og leiði þá áfram hinn rétta veg til móts við eilífa gleði himinsins. Allt að einu erum við ekki þrír, heldur aðeins einn, eins og sólin er ekki þrennt, heldur eitt. (S.S.Singh)

(Heimild: Við fótskör meistarans)