Hugvekja frá 21. febrúar 2021, Elísabet Jónsdóttir

Konudagurinn  21.febrúar 2021

Allar konur   til hamingju með daginn.

“Það eru ekkert kvenfólk í sveitinni nema konurnar.” Þetta sagði Sigurjón í Grænanesi við Steingrímsfjörð á Ströndum.

Forsagan er að við hjónin áttu hluta í bústað í landi Grænaness. Sigurjón geymdi fyrir okkur lykilinn. Eitt skipti þegar ég sótti lykilinn hafði Sigurjón byggt við bæinn. Þetta var gamall bær sem hann hafði tekið við af foreldrum sínum. Hann hafði aldrei gifst eða eignast börn. Viðbyggingin var baðherbergi og lítið gestaherbergi. Hann sýndi mér setkarið í baðherberginu og vatnssalernið. Hann sturtaði líka niður fyrir mig til að sýna að þetta virkaði. Hann bað mig að skrifa í afmælisdagabókina sína sem ég og gerði. Ég leit í kringum mig í gestaherbergin en þar var dívan, borð og stóll. Ég sá að faldurinn á dívanteppinu var ófrágenginn og var að rakna upp svo ég spurði. „Ekki hefur þú faldað teppið sjálfur?“   “Það eru ekkert kvenfólk í sveitinni nema konurnar.” Það tók mig nokkurn tíma að skilja hvað hann var að segja. Konurnar voru bóndakonurnar sem átti eiginmenn en kvenfólkið voru ógiftar konur sem fóru á milli bæja og saumuðu eða gerðu önnur heimilisverk og fengu greitt fyrir. 

Konudagur tengist norrænu tímatali. Konudagur er í byrjun Góu og Bóndadagur í byrjun Þorra.

Og konudagurinn er ekki til á hinum Norðurlöndunum.

Hver er staða kvenna á Íslandi í gegnum tíðina?

Landnámskonurnar eins og Auður djúpúðga sem var mikil hetja og þurfti að sýna mikinn styrk og kænsku til að koma fjölskyldu sinni til Íslands og setjast hér að.   

Konur voru bóndakonur í torfbæjum þar sem aðstaðan var ekki alltaf góð til að sinna matreiðslu og halda hreinu. Þær unnu innanhúsverkin og önnuðustu fólkið frá vöggu til grafar. Börnin frá því þau fæddust og elsta fólkið þar til það dó. Uppeldi barnanna var samofið lífinu á sveita-bæjunum og menntunin fór líka fram þar. Þær mjólkuðu líka kýrnar og unnu við heyskap. Á stærri bæjum þar sem voru betri efni höfðu þær vinnukonu.

Sjómannskonurnar sáu um heimilið barnauppeldið og sáu um allt þegar maðurinn var á sjó. Þær sáu oft um fjármálin líka. Þær urðu oft ekkjur. 

Ég ætla að vitna í grein eftir Björgheiði M. Helgadóttur frá 19.okt.2020 í Vísi.

Þar skrifar hún um þriðju vaktina og Ofurkonuna.

  • Vaktin er heimilisvaktin
  • Vaktin er vinnuvaktin
  • Vaktin er andleg byrði sem fylgir skipulagningu í kringum heimilið.

Það er að muna eftir afmælisdögum og kaupa gjafir. Þetta tenginst líka vinnustöðum, hjá systkinum, kærustupörum, vinahópum og umönnun aldaðra foreldra. Það fellur oft á konuna að hugsa um sína foreldra og tengaforeldrana. Þegar þarf að gefa uppl. um þau segir maðurinn talaðu við konuna mína hún veit þetta betur. Það er ekki stjarnfræði að þekkja aðstæður sinna eigin foreldra. Ofurkonan á ekki að þurfa að standa ein á vaktinni. 

Þegar kemur að jafnréttinu þá fá konur í bönkum ekki sömu stöðu og karlar og það hefur ekkert lagast þótt konur hafi orðið bankastjórar.

Nýjasta rannsókn sýnir.  Ef horft er á tekjur kynjanna óháð menntun eru heildartekjur karla að meðaltali um 29 prósentum hærri.

Ungar konur með börn fá enga aðstoð þótt maðurinn fari að heiman í nokkra daga en ef konurnar fara að heiman og karlinn er einn með börnin fær hann stax aðstoð. 

Heilbriðgiskerfinu er haldið uppi af konum en þær fá samt ekki þau laun sem þær eiga skilið.

Konur stuðluðu að byggingu sjúkrahúsa s s Landspítala, Hvítabandinu, Barnspítala Hringsins og Kvennadeildar LSP

Flestir kennarar eru konur í leik- og grunnskólum. Helsta fjölgunin karla- kennara er í leikskólunum.

Margar konur af minni kynslóð gifstust námsmönnum og unnu fyrir heimilinu og svo skildu þeir við þær þegar þeir voru orðnir læknar, lyfjafræðingar o frv. Börnin fylgdu konunum.

Margir karlkyns listamenn áttu duglegar konur sem unnu fyrir heimilinu og studdu þá af ráð og þáð. Ég veit ekki til að þær hafi hlotið nokkur verðlaun fyrir það.

Margar konur hafa stofnað fyrirtæki en fleiri þyrftu að gera það. Lilja Mósesdóttir gerði könnun á níunda áratugnum á konum sem ættu fyrirtæki. Þær stofnuðu fyrirtæki aðeins um það sem þær þekktu og voru flest fyrirtækin hárgreiðslustofur. Sumar konur hafa komist langt eins Sigrún Guðjónsdóttir bróðurdóttir mín. Hennar verkefni hefur verið að láta drauma kvenna rætast. Hún gerir það til að stuðla að jafnrétti og við eigum ekki að vera feimnar við að fá há laun.

Það er enn langt í land að konur sitji í stjórnun fyrirtækja á við karla.

Konur hafa alltaf séð um hemilisstörfin og uppeldi barnanna þrátt fyrir að þær fóru síðan út að vinna. Í seinni tíð hafa karlarnir tekið meir og meir þátt í uppeldi barnanna sem betur fer en enn hvílir meiri hluti heimilisstarfanna á herðum kvenna. Í covidtímanum hefur þetta aukist. Konur hafa unnið meira en karlar hafa sinnt börunum meira en áður en bætt lítið af heimilisstörfum á sig.

Viðhorf karla til kvenna:                                                                                                        Konur hafa verið í mörgum hlutverkum frá því að vera dætur, systur, kærustur, eiginkonur og mæður.

Við höfum verið settar á stall eins og Úa í Kristnihaldi undir Jökli eftir Laxness. Við höfum líka verið lítilsvirtar og niðurlægðar. Og það er enn að gerast í heiminum í dag.

Hvað felur dagurinn í sér og hvað gerist á þessum degi?

Fyrir hverjar er konudagurinn? Er þetta heiðursdagur fyrir sumar konur en ekki aðrar?

Vinkona mín fékk einu sinni blómvönd á konudaginn þegar hún var að vinna í fyrirtæki í deild með aðeins körlum og þeir slógu saman í blómvönd handa henni. Þetta er eina skiptið sem hún hefur fengið blóm á konudaginn. Hún hefur átt mann. 

Önnur kona fær stundum blóm frá syni sínum.

Dagurinn er sennilega fyrir konurnar í sveitinni og í landinu en ekki kvenfólkið. Ég veit ekki hvað margar stúlkur, unnunstur eða ógiftar konur fá blóm á konudaginn. Ekkjur fá heldur ekki blóm eða matarboð eftir að maðurinn er dáinn. Ég hef ekki fengið hvorki blóm né verið boðin út að borða síðan ég varð ekkja. Vonandi fá sem flestar konur blóm og matarboð eða e-ð annað gott sem þeim fellur. 

 Ég vona að við verðum metnar fyrir það sem við gerum og höfum gert í gegnum árin.

Og við verðum látnar finna hversu stóru hlutverki við gegnum í þjóðfélaginu og hvað við höfum lagt mikið að mörkum oft án þess að fá greitt fyrir. Er hugsað nógu vel um eldri konur?

Ég ætla að ljúka þessum orðum með ósk um að við konur og karlar lyftum grettistaki til að bæta hag og ná jafnrétti kvenna á öllum aldri og sérstaklega virðingu fyrir eldri konum.

Við getum það við höfum oft lyft grettistaki.

Ofurkonur, konur og kvenfólk aftur til hamingju með daginn.

Elísabet Jónsdóttir 15.febrúar 2021