Hugvekja frá 17.06.2014 eftir Daniel Teague

Hugvekja Daniel Teague  forseta Rótarýklúbbs Seltjarnarness, er hann flutti á 17. júní 2014 í Seltjarnarneskirkju

 

Ég fluttist til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1979—s.s. frá sjálfstæðu landi til annars sjálfstæðs lands.

Ég fór ekki að velta fyrir mér þá hvernig sjálfstæð lönd gætu haldið upp á þjóðhátið sína á mjög mismunandi hátt. En 17. júní 1980 fór þetta að breytast hægt og sígandi fyrir mig. Í dag vil ég segja örfá orð um upplifun mína á þessum degi fyrir rúmum þrem áratugum. Þetta var tæpu ári eftir að við Laufey komum til landsins með það í huga að setjast að og stofna fjöldskyldu.

Til að fá skýra mynd af því sem breyttist þurfið þið að vita hvernig krakkar í BNA upplifa 4. júlí.

Krakkar þar eru spenntir á þeim degi. Aðallega vegna flugelda, sem eru mun sjaldgæfara fyrirbæri þar en á Íslandi.

Alveg spes stemming ríkti í kring um þá. Þeir voru betri en rúsibanni. Þeir voru banaðir nema á 4. júlí og kröfðust aðgátar. Öll fjöldskyldan fór saman á valinn stað fyrir utan borgina til að kveikja í flugeldum. Þannig stökk ég—eða næstum því—á foreldra mína við morgunverðar borðið til að heyra hvert væri farið í flugeldaferð í þetta sinn.

Ég spurði aldrei um skrúðgöngur. Ó nei. Í Seattle voru skúðgöngur eingöngu eitthvað til að glápa á. Þær voru ekkert spennandi, borið saman við sprengiefni (s.s. flugeldur). Þar að auki gátu skrúðgöngur ekki keppt við útihátíð með lostæti eins og pylsur steiktar á priki og gos, saltkringlur og kartöfluflögur.

Við fórum á valinn stað og kveiktum í háværustu kinverjum og kisuberjabombum sem pabbi komst yfir. Svei mér, ég held að okkur báðum hafi fundist það jafnt skemmtilegt.

Samt skutum við ekki neinum raketum upp. Það hefði verið sóun á hábjörtum degi í júlí.

Seattle borg bauð þar að auki upp á stórkostlega flugelda sýningu eftir að sólin hafði sest. Við bjuggum efst á skaga beint á móti mið-borginni sem var hinum megin við Elliot flóann. Við sáum allt þaðan og nutum þess að sjá flugeldana endurspeglast í vatninu.

Ég var sem sagt að mörgu leyti illa undirbúinn fyrir þjóðhátiðina 17. júní 1980. Nema spenningurinn var til staðar.

Þetta yrði greinilega allt öðru vísi dagskrá á Íslandi en í Seattle. Hún hófst með skrúðgöngum. En þær voru ekki áhorfendaíþrótt. Við gengum sjálf. Skrúðgöngur komu fólki inn í hátíðina. Þetta var allt annað. Mikið þótti mér góð tilbreyting að almenningur tæki þátt í skrúðgöngunni.

Svo varð þetta ennþá betra. Því í Seattle fluttu hverfisfulltrúar ræður. Kannski borgarstjóri í besta falli. Varla atvinnumenn. En í Reykjavík fluttu þjóðhöfðingjar ræður.

Það er líka ánægjulegt að hlusta á hátíðahöldin á Austurvelli frekar en á rísastórum vettvangi eins og fótboltavelli í Seattle eða í sjónvarpi.

Nú vil ég minnast aðeins á hið óviðjafnalega fyrirbæri 17. júní:

Fjallkonuna. Hver er það eða hvað?

Hvernig átti að útskýra fjallkonuna fyrir manni sem á þeim tíma þekkti litið til þjóðfélagsins? Laufey konan mín sagði mér þá að Fjallkonan væri tákn eða ímynd þjóðarinnar. Þetta hljómaði vel en...

Fjallkonan sjálf reyndist vera besta útskýring. Hún bar sig með reisn og þokka. Sér hver manneskja sér að hún er æðisgengin.

Meira þarf ekki að vita.

En ég gerði smá tæknilega tilraun í gær. Ég sló tvennu inn í Google: 4. júlí og 17. júní og valdi að skoða myndir.

Fyrir 4. júlí t.d. sáust myndir af Frelsis styttunni umkringdri springandi raketum. Sko. Raketur koma alltaf mjög sterkt inn í 4. júlí.

Fyrir 17. júní komu myndir af Fjallkonunni hver á fætur annarri.

Mér finnst sláandi hvernig kraftur Fjallkonunnar tekur alla föstum tökum—ókunnungan útlending sem sér hana í fyrsta sinn og íslendinga á hverju ári, unga sem aldraða.

Það mætti tala lengi um fyrstu upplifun mína af 17. júní, en mér finnst Fjallkonan vera ljómandi góður staður til að hætta.

Ég vona að þið berið hana með ykkur allan daginn í dag.

Takk fyrir gott hljóð og gleðilegan 17. júní fyrir hönd okkar Rótarý félaga!