Dagskrá um Bertel Thorvaldsen á listahátið

Karl Begas 001BertelThAð kvöldi sumardagsins fyrsta var efnt til dagskrár um Bertel Thorvaldsen í Seltjarnarneskirkju á listahátíð kirkjunnar.

Ólafur Egilsson flutti ávarp í upphafi og stjórnaði dagskránni. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, flutti erindi um Albert Thorvaldsen og trúarleg myndverk hans. Áshildur Haraldsdóttir, þverflautuleikari og Kristinn Árnason, gítarleikari léku tónlist er tengist Thorvaldsen. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, og Guðrún Helga Stefánsdóttir, sópran, fluttu nokkrar antikaríur. Dagskráin var vel sótt.