Málverkasýning Óla Hilmars Briem Jónssonar í Seltjarnarneskirkju

Safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju er í afar mikilli notkun og fjölsótt.  Þar er mikið og öflugt safnaðarstarf alla daga vikunnar.

Sú hefð hefur skapast að bjóða myndlistarfólki að sýna verk sín í safnaðarheimilinu, sem hanga uppi í mánuð í senn og gjarnan er nýr listamaður kynntur við messu á fyrsta sunnudegi í mánuði.

Á fyrsta sunnudegi í aðventu var nýr listamaður kynntur.

Það var Svana Helen Björnsdóttir formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju sem kynnti listamanninn og sagði um leið að safnaðarheimilið væri nú eins konar listagallerí.

Listamaður desembermánaðar er Óli Hilmar Briem Jónsson.

Í ávarpi sínu til safnarins í lok guðsþjónustunnar þakkaði Óli Hilmar af hjarta fyrir þetta tækifæri og að sýna sér þann heiður að fá að sýna myndir sínar í safnaðarheimilinu.

Hann þakkaði bæði sóknarprestinum sr. Bjarna Þór Bjarnasyni, sóknarnefnd og ekki síst Ingimari Sigurðssyni kirkjuverði fyrir samstarfið og hjálpina við að koma myndunum fyrir.

Óli er fæddur í Reykjaví árið 1950. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann við Freyjugötu á æskuárum sínum. Síðan lærði hann myndlist hjá Jóhanni Briem á árunum 1966- 1970. Eftir það stundaði hann nám í hönnun og myndlist við listadeild Háskólans í Oulu í Finnlandi árið 1971-1975. Þá lauk hann meistaraprófi í arkítektúr við tæknideild Háskólans í Oulo árið 1977.

Óli Hilmar hefur haldið nokkrar sýningar og verk eftir hann eru í eigu bæði einstaklinga og stofnana.

Sýningin stendur út árið.

Helgihald í Seltjarnarneskirkju frá 17. desember 2023 til 7. janúar 2024

17. desember – þriðji sunnudagur í aðventu

Fræðslumorgunn kl. 10

Hundrað og þrjú ráð. Gagnlegar ráðleggingar úr Biblíunni til að lifa góðu lífi.  Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir kynnir bók sína.

Guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.  Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.  Selkórinn syngur í athöfninni.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Íþróttasunnudagaskóli kl. 13

Íþróttir með íþróttakennaranum og síðan dansað í kringum jólatréð. Allir krakkar fá jólagjöf.

23. desember – Þorláksmessa

Orgeltónar við kertaljós kl. 22.  Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju leikur á orgelið.  Eygló Rúnarsdóttir syngur einsöng.

24. desember – aðfangadagur jóla

Helgistund kl. 14 á Seltjörn hjúkrunarheimili

Aftansöngur kl. 18 í Seltjarnarneskirkju.  Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.  Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson.  Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir syngur einsöng.  Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

25. desember – jóladagur

Hátíðarmessa kl. 14

Sóknarprestur þjónar.  Sr. Gylfi Jónsson prédikar.  Salka Rún Sigurðardóttir syngur einsöng.  Jóhannes Þorleiksson leikur á trompet.    Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Kaffi og konfekt eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

26. desember – annar í jólum

Helgistund kl. 10 í tilefni af Kirkjuhlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness.  Hlaupurum boðið upp á veitingar eftir hlaupið í safnaðarheimilinu.

31. desember – gamlársdagur

Heitt súkkulaði og tónlist í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju frá kl. 20.30 til kl. 22.30.  Allir sem fara á brennu eða koma af brennu velkomnir til að staldra við og þiggja veitingar og hlusta á áramótatónlist.  Organisti kirkjunnar leikur áramótalög.

1. janúar - nýársdagur

Hátíðarmessa kl. 14.

Sóknarprestur þjónar.  Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, flytur hugleiðingu.  Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Þorsteinn Freyr Sigurðsson syngur einsöng.   Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Kaffi og konfekt eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

7. janúar 2024

Þjóðlagaguðsþjónusta kl. 11.

Fólk er beðið um mæta í þjóðbúninngum.  Sóknarprestur þjónar.  Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.  Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Íþróttasunnudagaskóli kl. 13.

Íþróttir, söngur og föndur

Sunnudagurinn 10. desember 2023

Fræðslumorgunn kl. 10

Aðventuspjall um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og Nóbelsverðlaunin.  Gunnar Björn Gunnarsson, sjálfstæður atvinnurekandi og formaður stjórnar Gunnarsstofnunar, talar.

Guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnson þjónar.  Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.  Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Íþróttasunnudagaskóli kl. 13

Íþróttir, söngur og föndur ásamt veitingum.