Helgihald í Seltjarnarneskirkju frá 17. desember 2023 til 7. janúar 2024

17. desember – þriðji sunnudagur í aðventu

Fræðslumorgunn kl. 10

Hundrað og þrjú ráð. Gagnlegar ráðleggingar úr Biblíunni til að lifa góðu lífi.  Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir kynnir bók sína.

Guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.  Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.  Selkórinn syngur í athöfninni.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Íþróttasunnudagaskóli kl. 13

Íþróttir með íþróttakennaranum og síðan dansað í kringum jólatréð. Allir krakkar fá jólagjöf.

23. desember – Þorláksmessa

Orgeltónar við kertaljós kl. 22.  Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju leikur á orgelið.  Eygló Rúnarsdóttir syngur einsöng.

24. desember – aðfangadagur jóla

Helgistund kl. 14 á Seltjörn hjúkrunarheimili

Aftansöngur kl. 18 í Seltjarnarneskirkju.  Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.  Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson.  Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir syngur einsöng.  Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

25. desember – jóladagur

Hátíðarmessa kl. 14

Sóknarprestur þjónar.  Sr. Gylfi Jónsson prédikar.  Salka Rún Sigurðardóttir syngur einsöng.  Jóhannes Þorleiksson leikur á trompet.    Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Kaffi og konfekt eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

26. desember – annar í jólum

Helgistund kl. 10 í tilefni af Kirkjuhlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness.  Hlaupurum boðið upp á veitingar eftir hlaupið í safnaðarheimilinu.

31. desember – gamlársdagur

Heitt súkkulaði og tónlist í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju frá kl. 20.30 til kl. 22.30.  Allir sem fara á brennu eða koma af brennu velkomnir til að staldra við og þiggja veitingar og hlusta á áramótatónlist.  Organisti kirkjunnar leikur áramótalög.

1. janúar - nýársdagur

Hátíðarmessa kl. 14.

Sóknarprestur þjónar.  Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, flytur hugleiðingu.  Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Þorsteinn Freyr Sigurðsson syngur einsöng.   Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Kaffi og konfekt eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

7. janúar 2024

Þjóðlagaguðsþjónusta kl. 11.

Fólk er beðið um mæta í þjóðbúninngum.  Sóknarprestur þjónar.  Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.  Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Íþróttasunnudagaskóli kl. 13.

Íþróttir, söngur og föndur

Sunnudagurinn 10. desember 2023

Fræðslumorgunn kl. 10

Aðventuspjall um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og Nóbelsverðlaunin.  Gunnar Björn Gunnarsson, sjálfstæður atvinnurekandi og formaður stjórnar Gunnarsstofnunar, talar.

Guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnson þjónar.  Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.  Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Íþróttasunnudagaskóli kl. 13

Íþróttir, söngur og föndur ásamt veitingum.