Sunnudagurinn 30. apríl

seltjarnarneskirkja sumar

Fræðslumorgunn kl. 10

Sjálfboðaliði í Palestínu

Borgþór Kjærnested talar

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið

Félagar úr Kammerkórnum syngja

Arney María Arnarsdóttir, Sólveig Þóhallsdóttir og Eyrún Þórhallsdóttir leika lag á flautur og trompet

Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Þriðjudagurinn 25. apríl.

Stund fyrir eldri bæjarbúa

Brauðsúpa með þeyttum rjóma

Verð kr. 1500. 

Leynigestur kemur í heimsókn.

Sunnudagurinn 23. apríl

Fræðslumorgunn kl. 10

Jón Eiríksson landsfaðir á átjándu öld.Hrafn Sveinbjarnarson, sagnfræðingur og héraðsskjalavörður, talar. 

Tónlistarguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Tónlistarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju. Þar mun allur Kammerkór Seltjarnarneskirkju koma fram í messunni og flytja kórtónlist frá hinum ýmsu tímabilum, barrokk, rómantík og nútíma og eru sum þeirra frumflutningur hér á Íslandi. Þessi kórverk eru eftir bæði erlend og íslensk tónskáld. Kammerkórinn mun svo flytja þessa kórtónlist aftur ásamt öðrum kórverkum á Vortónleikum sem verða miðvikudaginn 24. maí n.k.

Sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. 

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. 

Aðalsafnaðarfundur kl. 12.15.