Föstudagurinn 7. október

"Bach fyrir börnin"

fridrikN.k. föstudag 7. okt. kl.10.30 flytur Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju dagskrána "Bach fyrir börnin" fyrir nemendur 6. bekkjar í Mýrarhúsaskóla. Þessi dagskrá er hluti af Kirkjulistahátíð Seltjarnarneskirkju sem á 30 ára afmæli á þessu ári.

Friðrik mun segja frá Johann Sebastian Bach, spila valin orgelverk eftir hann þar sem hann mun nota hinar ýmsu raddir orgels Seltjarnarneskirkju, og mun útskýra fyrir nemendum bæði verkin og hvernig orgelraddirnar eru valdar. M.a. verður tímataka í einu verki Bachs, þá spilar Friðrik 663 nótur sem eru í 1.þætti Fantasíu í G-dúr og reynir að spila þáttinn á sem skemmstum tíma. Í lokin spilar Friðrik tvö orgelverk eftir tónskáldið P.D.Q.Bach, þar sem hann mun fá nemendur til að koma upp og leika á valin ásláttarhljóðfæri sem eru notuð í þessum tveim verkum. 

Það eru allir velkomir, gestir og gangandi á þessa kynningu þó að dagskráin sé miðuð við 6.bekkjar nemendur.

Sunnudagurinn 2. október 2022

Fræðslumorgunn kl. 10

Spjallað um Johann Sebastian Bach

Gunnar Kvaran, sellóleikari, talar

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið

Rakel Pétursdóttir, safnafræðingur, fjallar um verk Louisu Matthíasdóttur vegna sýningar í kirkjunni á verkum hennar

Kammerkórinn syngur

1992-2022 - Listahátíð Seltjarnarneskirkju 30 ára

Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu eftir athöfn

Þriðjudagurinn 27. September

Stund fyrir eldri bæjarbúa kl. 14 

Björgvin Schram rifjar upp tíma sinn í sveitinni í Öræfum

Sigurður Júlíus Grétarsson og Sigurjón Árni Eyjólfsson leika á gítar og saxafón

Ókeypis kaffiveitingar