Söngur liðinna alda

kammerkor nov 2015
 
Kammerkór Seltjarnarneskirkju fagnar sumarkomunni með árlegum vortónleikum laugardaginn 23. apríl kl.17.00 í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskránni er blanda af fallegri kórtónlist frá endurreisnar-barokk-rómatíska-tímanum ásamt nútímakórverkum. Sum þessara kórverka hafa ekki verið flutt áður hér á Íslandi, en kórinn er þekktur fyrir að hafa staðið að frumflutningi margra kórverka síðustu ár. Tónleikarnir enda síðan á fjórum rússneskjum kirkjulegum verkum sem sungin verða á frummálinu.  
 
Aðgangur er 2000 kr. Miðar seldir á staðnum. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 17. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

noregur fanarSr. Bjarni Þór Bjarnsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Sr. Þórey Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur í Noregi, prédikar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, flytur ávarp. Hlíf Thors Arnlaugsdóttir og Elín Erlingsson lesa ritningarlestra.  Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.  Norskur kór sem heitir Vöfflukórinn syngur í athöfninni. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Vöfflukaffi og áframhaldandi samfélga eftir athöfn.

Bænastund á fimmtudagsmorgnum

baenastandurBænastund verður á fimmtudagsmorgnum

Bænastundin sem hefur verið á föstudagsmorgnum kl. 8.30 mun framvegis vera á fimmtudagsmorgnum kl. 9. Boðið er upp á kaffi og vínarbrauð eftir stundina. Á þessum stundum er meðal annars beðið fyrir sjúkum. Fyrsta bænastundin samkvæmt þessu fyrirkomulagi verður fimmtudaginn 14. apríl kl. 9.