Sunnudagurinn 18. október

Fræðslumorgunn kl. 10

Sigurður Pétursson, lector emeritus flytur erindið ,,Lífið í Hrólfsskála – frá íslenskri ættarhefð til tóna Bachs.”

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Johann Sebastian BachGuðsþjónustan er tileinkuð Jóhanni Sebastian Bach, sem nefndur hefur verið ,,Fimmti guðspjallamaðurinn.”

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Pálína Magnúsdóttir sér um sunnudagaskólann ásamt leiðtogum. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

,,Sat ég og saumaði”

Sýningin ,,Sat ég og saumaði” opnuð í lok guðsþjónustunnar. Sýning á gömlum handútsaumuðum dúkum af heimilum á Seltjarnarnesi. Kvenfélagið Seltjörn setur upp sýninguna.

Flóamarkaður og kaffisala

Flóamarkaður og kaffisala eftir guðsþjónustu. Allur ágóði af kaffisölu rennur til viðhaldsverkefna í kirkjunni. 

Sunnudagurinn 11. október

Fræðslumorgunn kl. 10

Dr. Skúli S. Ólafsson fjallar um afstöðu almennings og yfirstéttar á Íslandi til kvöldmáltíðarinnar á 17. öld.

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.
Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfullrúi, ásamt leiðtogum sjá um sunnudagaskólann.
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.
Kaffiveitingar.

Sunnudagurinn 4. október

Fræðslumorgunn kl. 10.

Fulltrúi frá Rauða krossi Íslands kemur og greinir frá stöðu flóttafólks í Evrópu.


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli  kl. 11.

Guðsþjónustan er   tileinkuð flóttamönnum. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, flytur ræðu. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi, sér um sunnudagaskólann ásamt leiðtogum. 

Kaffiveitingar.