Sunnudagaskólanum slitið á þessu vori

Heilsugangan var farin á undan athöfn. Gengið var frá kirkjunni kl. 9.30. Eftir gönguna fékk fólk sér kaffi í safnaðarheimilinu og að því loknu tók það þátt í gleði barnanna í fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni.

Sunnudagaskólanum lauk svo formlega sunnudaginn 15. apríl. Ari trúður kom í heimsókn ásamt vinkonu sinni. Starfsfólk sunnudagaskólans þjónaði ásamt sóknarpresti og organista kirkjunnar. Stundin tókst vel. Boðið var upp á pylsur og svala eftir athöfn. Sunnudagaskólinn er kominn í sumarfrí, en hefst aftur í byrjun september. 

Fræðslumorgunn og grannaguðsþjónusta 11. mars

Fræðslumorgunn hófst kl. 9.45 og stóð yfir til kl. 10.30 á neðri hæð Seltjarnarneskirkju. Hrafnhildur B. Sigurðardóttir, fyrrverandi útibússtjóri, sagði frá áhugaverðri ferð til Írans. Hún sýndi myndir úr ferðinni og klæddist írönskum kvenbúningi og sýndi ýmsa hluti frá landinu. Alls komu 25 manns á fræðsumorgun að þessu sinni.

Grannaguðsþjónusta hófst kl. 11 í kirkjunni. Íbúar á Skólabraut, Kirkjubraut, Hrólfskálamel og Bakkavör tóku þátt. Þorbjörg L. Marinósdóttir og Erna Kolbeins lásu ritningarlestra. Steinunn Einarsdóttir las almenna kirkjubæn og Margrét Albertsdóttir las lokabæn. Sóknarprestur og organisti þjónuðu ásamt félögum úr Kammerkór kirkjunnar, sem flutt lag Benedikts Antonssonar, Brostnir strengir, við texta Sturlu Friðrikssonar. Var þetta lag eftirspil guðsþjónustunnar. Kirkjugestir klöppuðu fyrir Benedikt í lokin, en hann hélt upp á 90 ára afmælið sitt nýverið.

Íbúar fyrrnefndra gatna buðu upp á glæsilegt kaffihlaðborð eftir athöfn. Var talað um að kaffihlaðborðið líktist einna helst fermingarveislu. Við þökkum kærlega fyrir allar veitingarnar.

Sunnudagaskólinn var á sama tíma í kirkjunni.