Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Seltjarnarneskirkju

 

Messa sjómannadagsins hófst kl. 11. Sóknarprestur og organisti kirkjunnar þjónuðu ásamt félögum í Kammerkór kirkjunnar. Þorsteinn Þorsteinsson söng einsöng. Már Gunnarsson, sjómaður og fyrrverandi skipstjóri las ritningarlestrana. Væntanlega fermingarbörn haustsins fjölmenntu í athöfnina ásamt foreldrum sínum. Söfnuðurinn bauð öllum viðstöddum upp á pylsur, djús, kaffi og kex

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag

 

Hátíðarguðsþjónusta var á hvítasunnudag. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, héraðsprestur, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti lék undir almennan safnaðarsöng sem var í umsjá félaga úr Kammerkórs kirkjunnar. Hjónin Sigríður Nanna Egilsdóttir og Ólafur Finnbogason lásu ritningarlestra. Eftir athöfn bauð söfnuðurinn upp á hjónabandssælu með þeyttum rjóma í tilefni dagsins.

Fjölmenn fjölskylduhátíð 12. maí kl. 11

 

Sunnudaginn 12. maí var efnt til fjölskylduhátíðar í Seltjarnarneskirkju kl. 11 vegna loka sunnudagaskólans. Fjölmenni var við þessa athöfn. Skólalúðrasveit Seltjarnarness (yngri deild) lék 6 lög undir stjórn Kára Húnfjörðs Einarssonar. Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi og leiðtogar í sunnudagaskólanum tóku þátt í athöfninni ásamt sóknarpresti og organista safnaðarins. Söngurinn og gleðin voru einkennandi fyrir þessa athöfn. Í lokin komu tveir gestir í heimsókn, Tígri og Sveppi og gerður þeir mikla lukku. Sunnudagskólinn hefst aftur 1. september næstkomandi. Eftir athöfnina var öllum boðið upp á pylsur og Svala. Þá fóru sum börnin út á kirkjuhlaðið og krítuðu skemmtilegar myndir á stéttina. Inni fyrir bauðst börnunum að fara í andlistmálningu sem mörg þeirra þáðu.