Aðventuljóð
![]() |
Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku flutti ljóð sitt "Aðventuljóð" í Guðsþjónustu 11.desember síðastliðinn við góðan róm kirkjugesta. Þökkum Ragnari Inga kærlega fyrir. |
AÐVENTULJÓÐ
Eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku
Í myrkrinu aðventuljósin loga
sem lýsandi bæn um grið.
Þessi veröld er full af skammdegisskuggum,
það skortir á gleði og frið.
Það er margt sem vakir í vitund okkar
sem við höfum þráð og misst.
Þá er sálinni styrkur og hjartanu huggun
að hugsa um Jesú Krist.