Passíusálmalestur á föstudaginn langa í Seltjarnarneskirkju

Föstudaginn langa 29. mars 2024 verða allir 50 Passíusálmar  Hallgríms Péturssonar lesnir af hópi 25  Seltirninga á ýmsum aldri

Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, fyrrverandi konsertmmeistari Sinfoníuhljómsveitar Íslands mun leika 15 – 17 mín. tónverk – Chaconne úr partítu í d-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach í lestrarhléum hlutað niður í hæfilega búta.

Lesturinn stendur frá kl. 13 til um kl. 18. -- Allir velkomnir!

Fólk getur komið og farið að vild hvenær sem er meðan á lestri stendur.

Komið og njótið kyrrðar við ljúfan lestur og tónlist í kirkjunni

Kynning á biskupskandídötum í Seltjarnarneskirkju

Morgunkaffi með þeim prestum sem taka þátt í biskupskjöri

Miðvikudaginn 27. mars kl. 9 árdegis kemur sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Miðvikudaginn 3. apríl kl. 9 árdegis kemur sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Miðvikudaginn 10. apríl kl. 9 árdegis kemur sr. Elínborg Sturludóttir

Allir velkomnir!

Framundan í Seltjarnarneskirkju

Sunnudagurinn 24. mars – pálmasunnudagur

Fræðslumorgunn kl. 10

Loftleiðir 80 ára – 1944- 2024.  Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur, talar

Guðsþjónusta kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar.  Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Fermingarathöfn kl. 13

 

Mánudagurinn 25. mars

Páskaeggjabingó í safnaðarheimilinu kl. 19.30.   Spjaldið kostar kr. 500

 

Þriðjudagurinn 26. mars kl. 12.30

Stund fyrir eldri bæjarbúa

Steikt ýsa í raspi með öllu tilheyrandi.  Verð kr. 3.000. Vinsamlega skráið ykkur hjá kirkjuverði.

Guðni Ágústsson kemur í heimsókn og spjalla við okkur á sinn einstæða hátt.