Nemendur í 4. bekk í Mýrarhúsaskóla koma í Seltjarnarneskirkju

IMG_1988

Nemendur í 4. bekk í Mýrarhúsaskóla hafa komið í Seltjarnarneskirkju þrjá morgna í röð, einn bekkur í einu. Nemendurnir komu með kennurum sínum og hafa unnið verkefni úr myndum Katrínar Jónsdóttur sem eru til sýnis í safnaðarheimilinu. Nemendurnir hafa haft mikla ánægju af þessu verkefni sem er samstarfsverkefni Mýrarhúsaskóla og Seltjarnarneskirkju. Katrín listakona var á staðnum og svaraði ýmsum spurningum sem vöknuðu meðal nemenda. Hún gerði myndir sínar út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er svo ljósmynd af 4-LAS sem kom 15. nóvember ásamt Laufeyju Öldu Sighvatsdóttur, kennara og Önnu Katrínu Guðdísardóttur, stuðningsfulltrúa. Kirkjan bauð svo öllum upp á djús og kex áður en börnin fóru aftur í skólann.