Guðsþjónusta á kristniboðsdaginn 11. nóvember

Guðsþjónustu á kristniboðsdaginn var útvarpað frá Seltjarnarneskirkju. Sr. María Ágústsdóttir þjónaði fyrir altari í fjarveru sóknarprests er var með minningarstund um látna hermenn í Fossvogskirkjugarði á sama tíma. Fanney Kristrún Ingadóttir, kristniboði, flutti hugleiðingu. Organisti og félagar úr Kammerkór kirkjunnar sungu. Sunnudagaskólinn var á sama tíma. Sýning var í anddyri kirkjunnar á ýmsum munum og myndum er tengjast kristniboðinu. Kaffiveitingar.

olafur_johannssonFræðslumorgunn kl. 9.45-10.30

Ólafur Jóhannsson sagði frá ferðum til Ísraels í máli og myndum. Áhugaverð frásögn frá Landinu helga. Við þökkum Ólafi fyrir frásögnina.