Laugardagurinn 8. október

Forvitnilegt málþing með kunnum fyrirlesurum 

Laugardaginn 8. október kl 14 - 16  verður sérstök dagskrá
– m á l þ i n g -- um  hugtökin sem hátíðin er helguð.  

listahatidÍ upphafi þeirrar dagskrár flytur Selkórinn, sem starfað hefur um áratugaskeið á Seltjarnarnesi, nokkur lög sem hæfa tilefninu: Helgir staðir, helgar stundir. Stjórnandi er Fjóla Kristín Nikulásdóttir.  

Síðan halda fimm fræðimenn  stutt erindi um efnið og eiga samræður við áheyrendur um það:    

  • Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor, Í helgidómnum. Um notkun og merkingarsvið hugtakanna helgi og heilagleiki.  
  • Gunnar Jóh. Gunnarsson, prófessor em., Ungt fólk og hið heilaga á tímum afhelgunar og fjölmenningar.  
  • Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, Afhelgun alls? Hérlend tómhyggja og framtíð hennar. 
  • Rúnar Vilhjálmsson prófessor Samfélagsbreytingar og trúarlíf, áskoranir kirkjunnar  
  • Sigurður J. Grétarsson prófessor, Helgun staða og stunda. 

Umræðum stýrir Svana Helen Björnsdóttir, starfandi formaður sóknarnefndar.

Dagskrá Listahátíðar má sjá hér fyrir neðan

Tvennir einsöngstónleikar  

Daginn eftir, sunnudaginn 9. okt., kl. 16 flytja þær Alexandra Chernyshova sópran og Lenka Matéóva á píanó og orgel fjölbreytilega dagskrá íslenskra og erlenda laga eftir Bach-Gounod, Sigvalda Kaldalóns og fleiri dáð tónskáld. 

Sunnudaginn 16. október kl. 16 verða í kirkjunni tónleikar bassasöngvarans Bjarna Thors Kristinssonar við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur. Þar verða m.a. á dagskrá verk eftir Beethoven, negrasálmar og vinsæl íslensk sönglög 

Áhugaverð fræðsluerindi á sunnudagsmorgnum 

Alla sunnudagsmorgna októbermánaðar verða hin hefðbundnu fræðsluerindi í Seltjarnarneskirkju kl. 10 tengd meginefni hátíðarinnar og flutt af kunnum fyrirlesurum. M.a. Ásdís Egilsdóttir prófessor em. flytja erindi um Þorlák biskup helga. ( 9. okt. kl. 10) og Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur síðar ræða um „Helgun hvunndagsins.