Grannaguðsþjónusta 13. maí og Jóhann Helgason heiðraður

Grannaguðsþjónusta var haldin í Seltjarnarneskirkju 13. maí. Íbúar áAusturströnd, Eiðistorgi, Hrólfsskálavör og Steinavör tóku virkan þátt. Annna Hafsteinsdóttir er býr á Austurströnd og Eiríkur Örn Arnarson er býr á Hrólfsskálavör lásu ritningarlestra. Jóhann Helgason, tónlistarmaður og tónskáld var heiðraður í guðsþjónustunni. Sóknarprestur spurði hann umtónlistarferilinn um miðbik guðsþjónustunnar sem spannar 40 ár um þessar mundir.  Jóhann er íbúi á Austurströnd. Lög hans voru leikin og sungin í guðsþjónustunni. Kammerkór kirkjunnar söng tvö lög eftir Jóhann og hann sjálfur söng með þeim í þriðja laginu sem er við texta er fjallar um Seltjarnarnesið. Forspil og eftirspil voru lög eftir Jóhann. Sigríður Sigurjónsdóttir, íbúi á Austurströnd, las almenna kirkjubæn. Í lokguðsþjónustunnar kallaði sóknarprestur upp fulltrúa barna í 4. og 5. bekkí Mýrarhúsaskóla, er teiknað höfðu myndir um vatnið. Sýning á myndum þeirra var opnuð formlega í safnaðarheimili kirkjunnar. Eftir athöfnina buðu íbúar fyrrnefndra gatna upp á glæsilegar veitingar

.