Eldri borgarar af Nesinu heimsækja Grafarvogskirkju

Rúmlega 40 manns, eldri borgarar af Nesinu, sóknarprestur, kirkjuverðir, og sóknarnefndarmenn heimsóttu Grafarvogskirkju 8. mars síðastliðinn. Sr. Sigurður Grétar Helgason og sr. Lena Rós Matthíasdóttir tóku á móti hópnum með bros á vör.  Naut hópurinn ríkulega gestrisni starfsfólks Grafarvogskirkju.

Sr. Vigfús Þór Árnason sagði frá sögu safnaðar og kirkju. Hákon Leifsson, organisti lék ndir sámasöng. Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar þakkaði fyrir góðar móttökur og afhenti sr. Vigfúsi Þór glæsilega innrammaða ljósmynd af Seltjarnarneskirkju ásamt blómvendi og korti.

Gestirnir skoðuðu hina stóru og glæsilegur Grafarvogskirkju og heimsóttu Borgarbókasafnið sem er neðri hæð kirkjunnar. Sr. Vigfús Þór fór með hluta hópsins niður að Grafarvogi og sagði frá umhverfi og sögu Grafarvogs.

Samverunni lauk með kaffisamsæti sem þær Anna Einarsdóttir og Þórkatla Pétursdóttir, kirkjuverðir, höfðu undirbúið. Kaffiveitingarnar voru glæsilegar í alla staði.