Mikið um að vera á konudaginn í Seltjarnarneskirkju.

 

Á fræðslumorgni sagði  Torfhildur Rúna Gunnarsdóttir frá ferð sinni frá Suður-Frakklandi til Spánar (Santiago de Compostella), sem er hinn forni Jakobsvegur pílagrímanna. Hún gekk alla þessa leið, um 900 kílómetra á liðnu ári. Frásögnin var sérlega áhugaverð frásögn í máli og myndum.
Kl. 10.45 var stutt athöfn á Valhúsahæð, þar sem Auður djúpúðga og Guðrún Ósvífursdóttir munu komu við sögu. Þær gerðu bæn sína í Krosshólaborg og á Helgafelli. Valhúsahæðin var samnefnari fyrir þá staði í þessari stuttu athöfn.  Nokkrar konur úr  Kvenfélaginu Seltjörn klæddust búningum frá víkingaöld og fóru m.a. í gervi þessara kristnu kvenna frá söguöld.
Guðsþjónusta á konudaginn hófst í Seltjarnarneskirkju kl. 11.
Konur úr Kvenfélaginu Seltjörn tóku þátt í athöfninni. Ritningarlestra lásu þær Erna Kristinsdóttir Kolbeins og Birna E. Óskarsdóttir. Málfríður Finnbogadóttir, verkefnisstjóri á Bókasafni Seltjarnarness, flutti hugleiðingu. Formaður Seltjarnar, Rannveig Ívarsdóttir, flutti ávarp, og afhenti Seltjarnarneskirkju peninga að gjöf, eitthundrað þúsund krónur. Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar tók við þessari glæsilegu gjöf sem við þökkum innilega fyrir.
Sóknarprestur og organisti kirkjunnar þjónuðu ásamt félögum úr Kammerkór kirkjunnar. Allir sálmar og lög sem sungin voru í guðsþjónustunni tengdust konum. Sunnudagaskóli var á sama tima í kirkjunni.
Eftir guðsþjónustu bauð Kvenfélagið upp á matarmikla landnámssúpu.