Guðsþjónusta með fermingarbörnum og foreldrum þeirra

Fjölmenn guðsþjónusta var haldin í Seltjarnarneskirkju 29. janúar.Sóknarprestur og Bjarni Þór Jónatansson, organisti þjónuðu ásamt félögumúr Kammerkór kirkjunnar. Fermingarbörn lásu lestra og bænir. JóhannHelgason, tónlistarmaður, lék eitt laga sinna við frábærar undirtektirallra viðstaddra. Lagið hans fjallar um ástina, lífið og kærleikann, enhann er faðir eins fermingarbarnsins.

Eftir guðsþjónustuna var efnt til fundar með fermingarbörnum og foreldrumþeirra. Umræðuefnið voru fermingarstörfin. Á fundinn kom Ísleifur Jónsson,framreiðslumaður, er hefur áratuga reynslu af veislustjórnun. Hann gafforeldrum góð og hagnýt ráð varðandi það að halda fermingarveislu. Þar áeftir var haldið glæsilegt ,,Pálínuboð” þar sem fjölskyldur fermingarbarnakomu með dýrindis veitingar og lögðu á stórt hlaðborð. Við færumforeldrunum bestu þakkir fyrir.