Málþing um samkirkjumál

Málþing um samkirkjumál var haldið í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 16.00.

Sr. María Ágústsdóttir, doktorsnemi, fjallaði um samkirkjumál hérlendis og erlendis. Viðbrögð við erindi hennar veittu Paul-William Marti frá Hjálpræðishernum, sr. Jakob Rolland, Kaþólsku kirkjunni og Vörður Leví Traustason, forstöðumaður, Hvítasunnukirkjunni.

Stjórnandi var Steinunn A. Björnsdóttir

Málþingið er hluti af alþjóðlegri samkirkjulegri bænaviku og er skipulagt af Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Því lauk kl. 18.