25 ára vígsluafmæli Seltjarnarneskirkju

 

9. febrúar sl. prédikaði biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, við hátíðarmessu í Seltjarnarneskirkju, í tilefni 25 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup þjónaði fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni, prófasti, sr. Bjarna Þór Bjarnasyni og sr. Sigurði Grétari Helgasyni. Kammerkór Seltjarnarneskirkju söng undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Kristján Jóhannsson söng einsöng.

Á fræðslumorgni fyrr um morguninn fjallaði Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur um Geir biskupi Vídalín, sem hafði aðsetur á Lambastöðum, og samtíma hans.