Kvennfélagið Seltjörn

Kvenfélagið Seltjörn hefur starfað í 45 ár. Kvenfélagið heldur fundi þriðja þriðjudag í mánuði kl. 20 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Allar konur eru velkomnar á fundi félagsins.

 

Kvenfélagið Seltjörn hefur stutt starf Seltjarnarneskirkju með ráðum og dáð. Kvenfélagskonur hafa gefið kirkjunni fermingarkyrtla, útbúnað í eldhúsið, m.a. uppþvottavél, glerlistaverk eftir Ingunni Benediktsdóttur, eina af kirkjuklukkunum, nokkrar pípur í orgelið og flygilinn ásamt fleiri félögum á Nesinu.