Albertsmessa og sýning á Gróttumyndum

Sunnudaginn 10. júní kl. 11 verður efnt til Albertsmessu í Seltjarnarneskirkju. Í þessari athöfn verður Alberts vitavarðar minnst en hann lést 12. júní 1970.

Sóknarprestur og organisti kirkjunnar þjóna og Halldór Unnar Ómarsson leiðir almennan safnaðarsöng.

Pálína Magnúsdóttir, bæjarbókarvörður les ritningarlestra

Sýning á Gróttumyndum opnuð í lok athafnar. Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar flytur ávarp og opnar sýninguna.

Kaffiveitingar.