Sunnudagurinn 12. maí í Seltjarnarneskirkju

Uppskeruhátíð sunnudagaskólans kl. 11.  

sunnudagaskoliSunnudagaskólastarfi vetrarins lýkur með pompi og prakt. Skólalúðrasveit Seltjarnarness (yngri deild) leikur létt lög undir stjórn Kára Húnfjörð Einarssonar. Leiðtogar sunnudagaskólans þjóna ásamt æskulýðsfulltrúa, sóknarpresti og organista safnaðarins. Mikið sungið í þessari skemmtilegu athöfn, en að henni lokinni býður söfnuðurinn upp á pylsur og djús.

Allir velkomnir, börnin, systkini, pabbar og mömmur, afar og ömmur og auðvitað líka langömmur og langafar og allar frænkur og frændur. Fjölmennum með börnunum á þessa fjölskylduhátíð.