Sunnudagurinn 9. júní

Messa kl. 11.

Skagfirðingum er sérstaklega boðið í messu.

skagafjordurSr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, sem á ættir sínar að rekja í Skagfjörð messar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Halldór Unnar Ómarsson leiðir almennan safnaðarsöng.  

Kaffihlaðborð eftir messu, þar sem Skagfirðingar jafnt sem aðrir kirkjugestir geta spjallað og blandað geði. Friðrik Vignir ætlar að taka í nikkuna undir borðum og fólk getur tekið lagið.  

Í anddyri kirkjunnar er sýning á ýmsum fögrum útskornum hlutum er Timburmenn hafa gert, en þeir eru eldri bæjarbúar er hittast reglulega á veturna og stunda smíðar og útskurð.