Sunnudagurinn 15. september

styttaMessa kl. 11.

Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti,  þjónar ásamt sóknarpresti. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólinn á sama tíma.
Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Thomas Hermann Meister, mun afhenda söfnuði Seltjarnarneskirkju styttu að gjöf frá þýska ríkinu. Kaffiveitingar.

Málþing kl. 12:30

Kl. 12.30 hefst stutt málþing um dr. Martein Lúther, sem standa mun yfir í klukkutíma. Eftirfarandi aðilar flytja fyrirlestra: ,,Lúther í mynd.” Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur.
Siðbótin og vægi hennar – nokkrir punktar. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur.
Hin sístæða siðbót (Ecclesia semper reformanda). Áherslur Marteins Lúthers til siðbótar í  kirkjunni fyrr og nú. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup.