Sunnudagurinn 8. nóvember

Sunnudagaskóli kl. 11

Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi, ásamt leiðtogum sjá um sunnudaaskólann.
Kaffiveitingar.

Kaffihúsaguðsþjónusta kl. 14  og flóamarkaður

(athugð breyttan messutíma að þessu sinni).
Létt guðsþjónusta með Friðriki Karlssyni, gítarleikara, og hljómsveit, sem þau Sigurður Ingimarsson, Guðni Gunnarsson, Daney Björk Haraldsdóttir og Friðrik Vignir Stefánssn, organisti, skipa.
Barnakórinn Litlir lærisveinar ásamt Meistara Jakob syngja með Gömlu meisturunum. Inga Björg Stefánsdóttir stjórnar.

Fermingarbörn lesa lestra og bænir. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.

Kaffihús á vegum fermingarbarna í safnaðarheimilinu. Kaffi og kaka með þeyttum rjóma kostar kr. 500 fyrir fullorðna en kr. 100 fyrir börn. Hver einasta króna sem safnast rennur til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar.

Flóamarkaður á neðri hæð kirkjunnar í umsjá fermingarbarna. Allur ágóði rennur til sama málefnis.

Fjölmennum á sunnudaginn og styrkjum gott málefni.

Sunnudagurinn 27. september

Messa og sunnudagaskóli  kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum sjá um sunnudagaskólann. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffivetingar.

Sunnudagurinn 20. september

Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11

Sunnudagaskólinn á neðri hæð kirkjunar í umsjá Pálínu Magnúsdóttur, æskulýðsfulltrúa, ásamt leiðtogum
Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar í guðsþjónustunni í Seltjarnarneskirkju
Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng
Kaffiveitingar
Málverkasýning Sigurðar K. Árnasonar verður opnuð í safnaðarheimilinu kl. 14. Þennan dag fagnar Sigurður 90 ára afmæli sínu