Sunnudagurinn 26. apríl

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.

Lokahátíð sunnudagaskólans. Pálína Magnúsdóttir, æskulýðsfulltrúi, ásamt leiðtogum. Sigurður Bjarni spilar á flygilinn. Sóknarprestur þjónar. Pylsur og djús fyrir bönin og kaffi fyrir fullorðna.

Sumri fagnað í Gróttu

Sumardagurinn fyrsti – 23. apríl 2015

 Helgistund í Albertsbúð, húsi Rótarýklúbbs Seltjarnarness kl. 13.30. Sumri fagnað. Friðrik organisti mætir með nikkuna. Við ætlum að syngja inn sumarið. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Helgistundin er á Gróttudegi þar sem dagskrá er fyrir alla fjölskylduna í Gróttu á vegum Seltjarnarnesbæjar.

Sunnudagurinn 19. apríl

Messa og sunnudagaskóli kl. 11.

Yfirskrift sunnudagsins er ,,Drottinn er minn hirðir" - Sálmur 23.   Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar.

Fermingarmessa kl. 13.

Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kemmerkórnum syngja.