Sunnudagurinn 15. mars

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Melkorka Gunborg Briansdóttir, nemandi í Tónlistarskóla Seltjarnarness, leikur á flygilinn. 

Glúmur Gylfason er organisti. 

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. 

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. 

Kaffiveitingar.

Sunnudagurinn 8. mars 2015

Fræðslumorgunn kl. 10

 

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, fjallar um áhrif Davíðssálmanna í Gamla testamentinu í sögu og samtíð.

 

Messa og sunnudagaskóli kl. 11

 

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar.

Sunnudagurinn 1. mars 2015

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar

 

Fræðslumorgunn kl. 10

 

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, fjallar um Biblíuna og Martein Lúther.

 

Fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11

 

Æskulýðsguðsþjónusta með þátttöku Pálínu Magnúsdóttur, æskulýðsfulltrúa og leiðtoga í sunnudagaskólanum og félaga í Íþróttafélaginu Gróttu. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Barnakórinn Litlu snillingarnir syngja undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur og Friðiks Vignis Stefánssonar, organista. Gömlu meistararnir syngja.  Börn og unglingar í Gróttu lesa ritningarlestra og bænir. Vöfflukaffi eftir að allir hafa sungið Gróttulagið af krafti.