Sunnudagurinn 23. febrúar

thor w

 Fræðslumorgunn kl. 10

,,Seltjarnarnes í stríði og friði”
Dr. Þór Whitehead, prófessor, segir frá umbrotunum í lífi Seltirninga meðan dvöl herliðsins stóð þar á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.


yrsa bok

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar. Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur, flytur hugleiðingu á konudaginn. Félagskonur í Kvenfélaginu Seltjörn taka þátt í athöfninni.
Organisti er Kjartan Sigurjónsson.
Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsögn.
Kaffihlaðborð.

Sunnudagurinn 16. febrúar 2014

Fræðslumorgunn kl. 10

,,Mannlíf á Seltjarnarnesi fyrr á tíð.”
Sigurður Pétursson, háskólakennari, segir frá fólki og viðburðum.

 Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar. Gunnar Kvaran leikur á selló og les eigin ljóð. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar.

Sunnudagur 2. febrúar

Fræðslumorgunn, guðsþjónusta og sunnudagaskóli 

Fræðslumorgunn kl. 10. 

"Seltirningar reisa sér kirkju" - Guðmundur Einarsson form. sóknarnefndar rekur forsögu og  aðdraganda kirkjusmíðinnar fyrir aldarfjórðungi.

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar