Sunnudagurinn 13. október
Fræðslumorgunn kl. 10
Helgar meyjar í íslenskri miðaldalist - Margrét Hrefna Sæmundsdóttir segir frá efni BA ritgerðar sinnar í listfræði.
Guðsþjónusta kl. 11
Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kaffiveitingar.
Sýning á verkum Ingibjargar Hjartardóttur opnuð í anddyri kirkjunnar er ber heitið ,,Friður.” Einnig verður opnuð sýning á verkum Soffíu Sigurjónsdóttur og Maríu Bjarnadóttur í safnaðarheimili kirkjunnar.
Spjall um arkítektúr Seltjarnarneskirkju kl. 15
Hörður Harðarson, annar af tveimur arkítektum Seltjarnarneskirkju spjallar um arkrítektur kirkjunnar. Kaffi og kleinur.
Sunnudagur 6. október 2013
Fræðslumorgunn kl. 10
,,Hvers vegna var Kristur krossfestur?” Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur.
Guðsþjónusta kl. 11
Sóknarprestur sr. Bjarni Þór Bjarnason, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Sunnudagaskólinn á sama tíma í kirkjunni. Íbúar á Eiðistorgi, Hrólfskálamel, í Hrólfskálavör og Steinavör taka þátt. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Kaffiveitingar.