Sunnudagurinn 28. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

Félagar úr Lionsklúbbi Seltjarnarness taka þátt og færa Seltjarnarneskirkju 250 nýjar sálmabækur að gjöf.

Ægir Ólason og Gunnar H. Pálsson lesa ritningarlestra. Örn Johnson les bænir. Bragi Ólafsson, formaður Lionsklúbbsins fyltur ávarp.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar, ásamt Bjarna Þór Jónatanssyni, organista. Selkórinn syngur undir stjórn Oliver Kentish.

Kaffihlaðborð í boði Lionsmanna eftir athöfn.

Sunnudagurinn 21. apríl


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

Sr. Toshiki Toma þjónar ásamt Þóru Guðmundsdóttur, organista. Þóra Passauer leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffi og með því eftir athöfn.


 

Sunnudagurinn 14. apríl


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

 Íbúar á Austurströnd, Skólabraut, Kirkjubraut og í Bakkavör taka þátt í athöfninni.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, og Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, þjóna. Ragnheiður Sara Grímsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng.

Að athöfn lokinni verður sýning á myndum Bjargar Ísaksdóttur, myndlistarkonu, opnuð í safnðarheimili kirkjunnar.  

Kaffihlaðborð.


Fermingarmessa kl. 13.30.

Sóknarprestur og organisti þjóna ásamt félögum í Kammerkór kirkjunnar.