Sunnudagurinn 14. apríl


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

 Íbúar á Austurströnd, Skólabraut, Kirkjubraut og í Bakkavör taka þátt í athöfninni.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, og Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, þjóna. Ragnheiður Sara Grímsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng.

Að athöfn lokinni verður sýning á myndum Bjargar Ísaksdóttur, myndlistarkonu, opnuð í safnðarheimili kirkjunnar.  

Kaffihlaðborð.


Fermingarmessa kl. 13.30.

Sóknarprestur og organisti þjóna ásamt félögum í Kammerkór kirkjunnar. 

Dymbilvika & Páskar 2013

paskar blomHelgihald í Seltjarnarneskirkju í dymbilviku og á páskum:

27. mars – kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir athöfn.

28. mars – Skírdagur – Altarisganga kl. 20 á helgu skírdagskvöldi

29. mars – föstudagurinn langi – Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar ásamt organista og félögum í Kammerkór kirkjunnar. Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar lesnir. Seltirningar lesa. Lesturinn stendur yfir frá kl. 13 til kl. 18.

31. mars – páskadagur – hátíðarguðsþjónusta kl. 8 á páskadagsmorgni. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur og Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, þjóna, ásamt félögum í Kammerkór kirkjunnar. Heitt súkkulaði og með því að athöfn lokinni.

1. apríl – annar í páskum. Ferming kl. 10.30.

Sunnudagur 10. mars

hanneshafFræðslumorgunn kl. 10

 

Brasilía í sögu og samtíð. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, talar. Áhugarverður fyrirlestur um stórt og merkilegt land.

 
 
 

 


Gróttuguðsþjónusta kl. 11

grotta

 

Guðsþjónusta með þátttöku gróttufólks. Hugleiðingu flytur Guðjón Norðfjörð. Ritningarlestra og bænir flytja börn og unglingar í Gróttu: Heba Guðrún, Jón Kristján, Nökkvi, Viðar Snær, Soffía og Helga Guðrún. Bjarni Torfi Álfþórsson flytur ávarp. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Sunnudagaskóli á sama tíma. Litlu snillingarnir og Gömlu meistarnir syngja undir stjórn Ingu Stefánsdóttur og Friðriks Vignis. Sönghópurinn Meistari Jakob syngur. Sýning í forkirku á myndum og búningum Gróttu. Kaffihlaðborð að athöfn lokinni í safnaðarheimili.